Aukningin í fjölda fólks sem hefur smitast af COVID-19 hefur valdið miklum áhyggjum og mörg lönd hafa neyðst til þess að gera ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu veirunnar. Í mörgum löndum eru þessar aðgerðir mjög hamlandi og geta meðal annars falist í félagslegri fjarlægð og vinnu heiman frá ef um er að ræða sjálfskipaða sóttkví eða einangrun til að koma í veg fyrir að fólk smitist eða geti smitað aðra.
Þær upplýsingar sem við fáum daglega valda sífellt auknum áhyggjum og ótta meðal almennings og einkum hjá sjúklingum með eitlakrabbamein eða mýlildi en þeim gæti fundist þeir vera í sérstaklega mikilli áhættu í þessum kórónaveirufaraldri. Við megum ekki gleyma því að krabbameinssjúklingar og einkum þeir sem eru í meðferð eru með bælt ónæmiskerfi og þeir eru þannig í meiri hættu á að fá almennar sýkingar og þetta á einnig við um kórónaveiruna.
Aðgerðir sem gripið er til vegna hamlandi aðgerða sem löndin gera til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins, svo sem sóttkví koma til með að breyta lífsmáta fólks í umtalsverðan tíma. Þessi tími getur verið erfiður í sjálfu sér og getur kallað fram neikvæðar hugsanir, ótta og áhyggjur. Við gerum okkur grein fyrir að í sumum löndum varir sóttkvíin í mánuð eða lengur, við vitum í rauninni ekki hve lengi þetta getur haldið áfram og hve lengi hömlurnar þurfa að vera til staðar. Þess vegna er nú mikilvægara en nokkru sinni áður að taka sér tíma til að sinna eigin heilsu, á líkama og geði.
Með aðstoð Fátima Castaño, geð- og krabbameinslæknis, hefur MPE tekið saman nokkrar ábendingar hér að aftan til að hjálpa þér sem best að fást við innilokun.
1. Taktu þér tíma til að gera umhverfi þitt á heimilinu þægilegt og afslappandi, ekki aðeins efnislegt umhverfi þitt heldur einnig með hlutum sem geta hjálpað þér að draga úr streitu og auka ánægju svo sem með bókum, tónlist og öðru sem þú getur notað til að drepa tímann og sinna því á jákvæðan hátt.
2. Það er alltaf hollt fyrir líkamlega og andlega heilsu þína að koma sér upp daglegum venjum. Ef þú heldur þig við hefðbundna lífshætti eins og hægt er eða býrð til venjur handa þér getur það hjálpað til að viðhalda heilbrigði og lífgleði. Sjáðu til þess að þessi lífsmáti á þessum tíma innihaldi heilsusamlegar lífsvenjur svo sem mataræði, svefn, líkamsræk og frjálsan tíma.
3. Vertu ekki í náttfötum allan daginn! Þó þú sért heima hjá þér þarf það ekki að þýða að þú getir ekki byrjað hvern dag á sama hátt og áður. Þessar ráðstafanir gætu auðveldað þér að finna betri tengsl við hefðbundnar venjur þínar og heiminn þarna úti og gæti gert þig jákvæðari og aukið afköst þín!
4. Ef þú vinnur að heiman eða getur gert það skaltu afmarka vinnusvæði frá þeim stöðum sem þú notar í frjálsum tíma þínum. Reyndu að setja upp „heimaskrifstofu“ með allan búnaðinn nálægt þér til að þú getir unnið vinnu þína eins eðlilega og hægt er. Þetta getur falist í að nota aukaherbergi eða horn í íbúðinni sem „vinnusvæði“. Ef þú hefur tækifæri til reyndu að halda þessu vinnusvæði aðskildu frá þeim stað þar sem þú notar í frítíma þínum þannig að þú sért einnig með svæði þar sem þú getur slappað af og létt á þér eftir vinnudaginn.
5. Sjálfseinangrun og félagsleg fjarlægð geta valdið einmanakennd og það er mikilvægt að viðurkenna þetta til að koma í veg fyrir að þér finnist þú vera einangraður/einangruð og úr tengslum við venjulegt líf og heiminn þarna úti. Enda þótt eflaust verði takmarkanir á líkamlegri nánd við vini þína, fjölskyldu og ástvini eru sem betur fer aðrar leiðir tiltækar til að vera í sambandi. Það er góð leið til að hafa samband við þína nánustu að skipuleggja myndsímtöl, venjuleg símtöl og hafa samband í gegnum tölvupóst og skilaboðaþjónustu. Ef unnið er heima getur það þótt vera einangrandi ef þú ert almennt að vinna í skrifstofuumhverfi. Hafðu í huga að skipuleggja regluleg símtöl eða myndsímtöl við teymi þitt, starfsfélaga, yfirmann og aðra aðila til að tryggja að þú finnist áfram þú vera hluti af vinnuumhverfi þínu.
6. Allt það magn upplýsinga sem við fáum öll um kórónaveirufaraldurinn gegnum fréttir, félagsmiðla, sveitarstjórnir og ríkisstjórn, svo og heilbrigðisstarfsmenn okkar geta yfirþyrmandi og oft er erfitt að koma í veg fyrir að hugsa eða hafa neikvæðar hugsanir eða tilfinningar svo sem ótta, áhyggjur og örvæntingu. Ef þér finnst þetta vera svo reyndu að takmarka upplýsingamagnið sem þú færð um faraldurinn. Það getur verið hentugt að skammta sér tíma á upplýsingaveitum, til dæmis draga úr þeim tíma sem þú notar á félagsmiðlum eða til að lesa um faraldurinn á netinu. Enda þótt það sé mikilvægt að hafa allar nýjustu upplýsingar er alltof auðvelt að beina athyglinni eingöngu að þeim og það getur haft áhrif á daglegt líf þitt og velferð.
7. Læknirinn þinn gæti hafa lagt til breytingar á meðferðinni á þessum tíma. Þetta gæti falist í að breyta meðferðaráætlun þinni eða lyfjagjöf. Þetta gæti valdið ruglingi og þú ferð að efast um nýju lækningaáætlunina þína eða um lækninn þinn. Þú gætir einnig haft áhyggjur af breytingum á hliðarverkunum og skilvirkni þessarar nýju áætlunar. Reyndu að muna að ef heilbrigðisstarfsmaður þinn hefur mælt með einhverri breytingu á meðferð þinni er það til að tryggja öryggi þitt og heilsu á þessum tíma þegar þú ert í mestri áhættu; það er sennilegt að þessar breytingar hafi verið gerðar til að efla ónæmiskerfi þitt og draga úr hættunni á smiti. Ef þú heldur áfram að hafa áhyggjur eða kvíða eða þú ert kvíðinn yfir núverandi meðferðaráætlun þinni á þessum tíma skaltu endilega hafa samband við lækni þinn eins fljótt og hægt er þannig að þú getir gert þér grein fyrir breytingum eða ef þörf er á þeim og tekið vikan þátt í að taka ákvarðanir um meðferðina.
8. Það kann að vera nauðsynlegt fyrir þig, jafnvel í þessum faraldri og í samræmi við hina sérsniðnu meðferðaráætlun þína að þú þurfir að leggjast inn á sjúkrahús til að fá meðferðina, eða heimsækja lækni þinn. Á þessum tímum er óhjákvæmilegt að þú hafir áhyggjur af því að smitast í heimsókninni. Það gæti hjálpað að ræða við lækninn hvort heimsókn þín sé algerlega nauðsynleg; það gæti verið hægt að fresta tíma þínum hjá honum eða að viðtalið gæti farið fram á einhvern annan hátt, til dæmis í síma eða á netinu. Ef ekki er hægt að fresta tíma þínum skaltu ganga úr skugga um að þú farir eftir öllum leiðbeiningum sem ætlað er að draga úr smithættu meðan á heimsókninni stendur og á leiðinni til og frá sjúkrahúsinu. Mundu að þú hefur mikið að segja varðandi þína eigin meðferðaráætlun og á þessum óvissutímum er auðvelt að finnast að maður hafi misst stjórnina – ef þú ert með áhyggjur yfir hvort meðferð þín eða heilsa gætu orðið fyrir áhrifum af kórónaveirunni skaltu tala við lækni þinn eða heilbrigðisstarfsmenn til að fá nýjustu upplýsingar og að taka þátt í ákvörðunum og skipulagningu á meðferð þinni.
9. Reyndu að sýna jákvæðni! Rannsóknir hafa sýnt okkur að með því að hafa jákvætt hugarfar getur það dregið úr áhyggjum, þér vinnst þú vera með betri heilsu, bæði andlega og líkamlega og hafir betri stjórn á þér og umhverfi þínu. Reyndu að beina hugsunum frá verstu, hugsanlegu niðurstöðu eða einhverju sem gæti farið úrskeiðis. Farðu eftir öllum þessum ábendingum til að vera eins heilbrigð/ur og hægt er á þessum erfiða tíma.
Þýtt af Ibidem Group